Skilmálar
PANTANIR
Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. THEA ber samkvæmt því enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Afhendingartími innanlands er um 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Hægt er að velja um að fá vöruna senda beint heim að dyrum, á næsta pósthús eða póstbox.
SENDINGARKOSTNAÐUR & VERÐ
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Vefverslun okkar er beintengd við póststoð Íslandspósts og reiknast því sendingarkostnaður miðað við verðskrá þeirra. Enginn sendingarkostnaður er fyrir pantanir sem fara yfir 9000 krónur.
24% virðisauki er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með virðisauka. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og að sjálfsögðu endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLUR
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að hún sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila eða skipta vöru án kvittunar. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafiðhafið samband við okkur í theahaircare@gmail.com