Einfaldar lausnir að fallegu hári

SKOÐA ÚRVAL

Hársvarðarbursti

Hárklæði

Hárburstar

Hárteygjur

Klemmur

Rúllur

Spennur

„Ég hef átt í erfiðleikum með flösu í mörg ár. Eftir að ég byrjaði að nota hársvarðarburstann hef ég náð að halda flösunni algjörlega niðri."

Tóta

Microfiber hárklæðið er fullkomið fyrir krullurnar mínar.

Berglind Veigarsdóttir

„Ég hef aldrei átt eins góðar hárteygjur á ævi minni"

Theodóra Mjöll

Hvað er THEA?

Velkomin í hárheim THEA. 

THEA framleiðir vörur sem einfalda hárumhirðu og færa gleði og raunverulegar lausnir við algengum vandamálum þegar kemur að hári.

Stofnandi er bókahöfundurinn, hárgreiðslukonan og vöruhönnuðurinn Theodóra Mjöll.

Draumur hennar um að einfalda og betrumbæta hárumhirðu hefur verið hennar helsta viðfangsefni frá því löngu áður en hún gerði sína fyrstu hárbók, Hárið árið 2012.

Flest erum við upptekin, svo upptekin að við miklum hárumhirðu fyrir okkur. Við erum að kljást við flatan hnakka, olíukenndan hársvörð, flösu, spennur sem festast ekki nógu vel í hárinu, þurra enda og þar fram eftir götunum. Markmið THEA er að framleiða vörur sem einfalda líf okkar og færa gleði og raunverulegar lausnir við algengum vandamálum þegar kemur að hári.